Í dag eru flest fyrirtæki búin að átta sig á að Facebook sé samskiptamiðill sem þarf að sinna og sinna vel, enda stærsti samskiptamiðillinn. Spurningin er nú hvort fylgjenda fjöldi eða “læk” á Facebook síðu fyrirtækja sé eitthvað sem sækjast eigi eftir.

 

Skipta like máli fyrir fyrirtæki?

 

Þó svo að manneskja hefur gert like á síðuna þína þýðir það ekki að hún taki þátt í umræðunni og skoði það efni sem póstað er á Facebook tímalínuna þína. Markaðsfræðingar eru sammála því að mikilvægi fylgjenda er fyrst og fremst þátttaka þeirra, hver sem er getur fylgt síðu en ef fylgjandi skilar ekki inn gróða í starfsemi fyrirtækis þá er hann einskis virði.

 

Hefur fylgjenda fjöldi áhrif á neytendur og þeirra álit?

 

Rannsóknir, eins og sú sem gerð var af Sensis vegna samskiptamiðla notkun í Ástralíu sem sýndi að 49% notenda treysta fyrirtækjum ekki meir þó þau væru með fleiri fylgjendur, aðeins voru 30% sem treystu fyrirtækjum sem hafa fleiri fylgjendur meira. Mesta traustið var til fyrirtækja sem byggðu á jákvæðum samskiptum við viðskiptavini (52%), efnið og stöðuuppfærslur hafðar skemmtilegar (52%) og ef það er reglulega póstað efni á tímalínu (51%).  Vert er að benda á að samskiptamiðlar sem ekki hafa annan mælikvarða en fjölda fylgjenda hafa áhrif á þessa rannsókn, hægt er að taka dæmi; ef þú ert að kaupa vöru á Ebay skoðar þú mögulega hversu margir hafa keypt þessa vöru en ef varan fær að meðaltali ⅖ í einkunn, er  líklegast að þú ekki kaupir hana ekki. Ef ekki væri hægt að skoða ummæli væri kaupendafjöldi það eina sem hægt væri að taka mið af. Ef skoðað er fyrirtæki á miðlum eins og Instagram þar sem eina snögga viðmiðið er fylgjendafjöldi er það líklegast eitthvað sem mun hafa áhrif á viðhorf neytenda.
Rannsókn frá  Review Tracker sem var gerð á 250 veitingastöðum yfir 6 mánaða tímabil sýndi að Facebook umsagnir eru á 4x örari stækkun miðað við helstu umsagnasíður á netinu eins og Google, Tripadvisor og Yelp.

 

Fjöldi fylgjenda er því ekki aðal atriðið sem þarf að einblína á, það sem þarf að einblína á er að hafa viðeigandi efni, góð samskipti við kúnna, skemmtilegt efni, pósta reglulega og hafa þjónustuna góða í alla staði til þess að fylgjendur taki virkan þátt inná síðunni og skilji eftir umsagnir.

 

5 ástæður af hverju fyrirtæki þurfa að vera á samskiptamiðlum

 

 

1. Eykur neytenda vitund

Eitt öflugasta verkfæri samskiptamiðla er eiginleiki þeirra til að skapa vitund á vöru / þjónustu fyrirtækisins til núverandi og tilvonandi viðskiptavina. Fyrirtæki geta skapað efni sem undirstrikar þá hluta rekstursins sem það vill að neytandinn sjái og styrkt þannig ímynd fyrirtækisins.
Aukalega er hægt að brjóta niður starfsemi fyrirtækis enn frekar og greina neytendahópinn til að skapa efni sérstaklega fyrir einn neytandahóp á hnitmiðuðum miðli eða síðu. Þannig er hægt að hámarka árangur eins og Bílasmiðurinn hf. gerir. Það fyrirtæki sérhæfir sig í öllu fyrir bílinn, það þýðir að markhópur þeirra er allt frá verktökum, bílaáhugamönnum, fyrirtækjum og almenna notandanum. Þau hafa því sér síðu fyrir Recaro barnabílstóla sína til að hámarka árangur þess efnis fyrir þann markhóp.
Hvað ef byggingavöruverslun hefði málningarvörurnar og penslana blandaða við garðáhöldin og áburðinn, árangurinn á sölu minnkar töluvert og mikill tími myndi fara hjá kúnnanum í að leita af því sem hann kom til að kaupa, það skapar mögulega óþolinmæði og aðrar neikvæðar tilfinningar í garð fyrirtækisins. Við viljum hjálpa kúnnanum að finna það sem hann leitar af, ekki eyða tíma hans. Ef samskiptamiðlar sýna okkur efni sem við viljum ekki sjá þá hættum við að nota þann miðil.

 

2. Sköpun samfélags

Með því að skapa stað fyrir neytendur sem eru í sama hug skapast samfélag og mögulegar samræður, sambönd og lausnir innan hópsins. Þetta sést einnig þar sem samfélög koma saman á síðum tileinkaðar bílaáhugamönnum, tölvuáhugamönnum, fótboltaáhugamönnum þó fátt eitt sé nefnt. Með því að skapa stað fyrir þennan hóp er ómetanlegt verðmæti við að vita hvaða vandamál hópurinn er að kljást við og taka þátt í samtalinu og lausninni.

 

3. Eykur tryggð

Fyrir tíma internetsins og samskiptamiðla var kaupmaðurinn á horninu með fastakúnna sem hann þekkti með nafni og heilsaði með stóru brosi í hvert skipti sem þeir komu inn, þessir kúnnar urðu oftar en ekki lífstíðar kúnnar. Í dag er slík tryggð erfiðari að fá með aukinni vöruvitund og verðvitund en samskiptamiðlar skapa þann möguleika að hafa samskipti við margfalt fleiri viðskiptavini en kaupmaðurinn og skapað þannig vöruauðkennis tryggð hjá fleirum og víðar en áður.

 

4. Styður að persónugerð vöruauðkennis

Fyrirtæki og stofnanir eru ópersónulegar, það er manneskjan við þjónustuborðið og sú sem þú getur haft bein samskipti við sem persónugerir fyrirtækið. Samskiptamiðlar persónugerir fyrirtækið og skapar tilfinningu í fólki að það er einhver þarna sem er til taks. Samskiptamiðlar er staðurinn til að sýna líflegu hlið fyrirtækisins, þann part sem fólk getur tengst og treyst.

 

5. Aukin þjónusta

Þú ert til taks þar sem kúnninn er, fólk eyðir u.þ.b. 2 klukkustundum á samskiptamiðlum á dag. Mikilvægt er að vera til staðar á þeim miðli sem þinn kúnnahópur eyðir sínum tíma. Mismunandi er eftir aldurshópum hvar þeir eyða mest af sínum tíma, því er mikilvægt að greina markhópinn á öllum stöðum rekstursins með prófunum og gagnagreiningum.

[wpforms id="2704"]