Instagram er samskiptamiðlarisi, það er sterk ástæða fyrir því að Facebook keypti Instagram. Instagram hefur frá júní 2019 yfir milljarð virka notendur á mánuði.

Í dag eru nota um 71% fyrirtækja í Bandaríkjunum Instagram, um 80% notenda fylgja fyrirtækja aðgangi. Milli 2017 og 2019  hafa auglýsendur aukist frá 1 milljón í 2 milljónir á mánuði, svo mikil ásókn er hjá fyrirtækjum að nýta þennan miðil og gríðarleg aukning er á auglýsendum.

Hvaða fyrirtæki eiga að vera á Instagram?

Öll fyrirtæki geta verið á Instagram en margar takmarkanir geta komið í veg fyrir rétta virkni og efni, rekstur eins fyrirtækis getur hentað betur en annað. Instagram er myndrænn miðill og hentar þá fyrirtækjum sérstaklega vel þar sem reksturinn er sjónræn upplifun að einhverju eða öllu leiti, t.d. ferðaþjónusta, fatabúðir og leikfangabúðir.
Þó fyrirækið einblínir ekki á sjónræna eiginleika eru samt sterkar ástæður að nota Instagram.
Samskiptamiðlar eru til þess að tengjast á þann hátt sem miðilinn leyfir og Instagram er fullkominn til þess að persónugera fyrirtækið, jafnvel enn frekar en á jafnvel Facebook. Ef starfsemin leyfir og starfsfólk er viljugt eru myndir af starfsfólki og innanhús mórall mjög góð markaðssetning fyrir fyrirtækið.

Starbucks er eitt af  fyrirtækjum á Instagram sem standa sig best í markaðssetningu þar sem þeir endurbyrta mikið af efni frá notendum þeirra. Á yfirborðinu er þetta bara kaffihús (þó það sé stór keðja) þar sem aðal vara þeirra er kaffi en þeir hafa gert þeirra vörumerki að lífstíl.
Tækni fyrirtækið Intel er einnig með góða leið til að markaðssetja sig, þeir taka myndir á bak við tjöldin, starfsemi og hönnun þar sem myndir af fólkinu sem vinnur er mikill partur af efninu.

Hvaða myllumerki/hashtag á að nota?

Instagram leitarvélin stólar á myllumerki og því mikilvægt að nota þau rétt til að auka dreifingu markaðsefni þíns. Það þýðir að þú þarf að útbúa lista af myllumerkjum sem henta þínum rekstri.
Til að byggja upp lista af Instagram myllumerkjum sem henta þínu fyrirtæki eru nokkrir staðir sem þú getur byrjað að skoða:

 • Samkeppnin
 • Markhópurinn þinn og/eða samkeppninnar
 • Myllumerki tengd vöru/þjónustu þinni

Skoðaðu hvaða myllumerki eru vinsæl í þínum geira og útbúðu staðlaða myllumerkjastrategíu. Þegar þú hefur fundið út algengu myllumerkin þá er gott að útbúa lista af óalgengari myllumerkjum.

 • Hvaða málstað stendur fyrirtækið þitt fyrir?
 • Hvað heitir fyrirtækið/vörumerkið, varan eða þjónustan sem þú veitir?

Með hverri uppfærslu mælum við með að nota stöðluðu myllumerkin, óalgengari myllumerkin og önnur sem tengist uppfærslunni sérstaklega.
En af hverju að nota óalgeng myllumerki? Myllumerki eru leitarorð á Instagram og minna notuð leitarorð eru með minna af samkeppni. Það þýðir að ef leitað er af óalgengara myllumerki sem þú ert að nota eru meiri líkur á að neytandinn finni þig þar.

 

Við hverja stöðu uppfærslu er ráðlagt að bæta við myllumerkjum sem lýsa uppfærslunni og það getur verið samblanda af vinsælum og minna notuðum myllumerkjum. Þú vilt nota vinsælu myllumerkin til að ná til stærri hóps en minna notuð myllumerki eru til að vera sýnilegri þeim sem vita hverju þeir eru að leita. Á minna notuðum myllumerkjum er minni samkeppni og því enn líklegra að notandinn rekist á þitt fyrirtæki.

Hvaða efni á að setja inn?

Til að persónugera fyrirtækið og starfsemi þess er mjög gott að byrta myndum af starfsemi þess á bak við tjöldin. Þetta gefur fylgjendum tækifæri á að sjá það sem þau sjá vanalega ekki og kynnast því fyrirtækinu og starfsmönnum þess á nánari og sterkari hátt.

Tillögur á uppfærslum eru t.d:

 • Leikir
 • Fyndnir uppfærslur
 • Viðeigandi tilvitnanir
 • Skemmtileg tölfræði
 • Teikningar (list) tengd fyrirtækinu
 • Myndir af starfsfólki

 

Fyrirtæki á íslandi hafa flest áttað sig á því að Facebook er samskiptamiðill sem allir eiga að vera á, Instagram heldur þó áfram að stækka. Instagram heldur mikilvægum og stórum hóp markhóp fyrir lang flest fyrirtæki, því eiga fyrirtæki að nýta tækifærin þar.