Twitter er samskiptamiðill sem flokkast undir míkró blogg (annað dæmi er t.d. Tumblr) og með 330 milljón mánaðalega virka notendur. Twitter er einn af stærstu samskiptamiðlum á internetinu og þó það sé ekki eins stórt og t.d. Facebook þá er hægt að tengjast notendum áður en þeir tengjast fyrirtækinu beint, það skapar sértakt forskot fyrir fyrirtæki sem leitast eftir að auka viðveru sína og fylgjendur á samskiptamiðlum.

 

Ástæður að nota Twitter í markaðssetninguna þína

Rétt eins og á öðrum helstu samskiptamiðlum styrkist vörumerkið að vera á Twitter, það eykur traust í augum neytenda, þjónustu og víkkar markaðssetningu vöruauðkennis enn frekar.

Twitter uppfærslur lenda á tímalínu hjá öllum þeim eru að fylgja þér, þetta er ólíkt Facebook þar sem algóriþmi þeirra hittir aldrei á alla fylgjendur/vini.

Twitter auðveldar tengingu við fylgjendur og er því auðveldara að byggja upp fylgjendur þar miðað við aðra miðla. Einnig eru fylgjendur á Twitter að meðaltali virkari í þáttöku á uppfærslum á móti Facebook.

Rétt eins og á öðrum miðlum hafa keyptir fylgjendur keyrt niður verðmæti fylgjenda en Twitter er enn frábær miðill til að byggja upp fylgjendur.
Til þess að berjast á móti minnkun verðmæti fylgjenda hefur Twitter harðar reglur til að berjast á móti aðgöngum sem fylgja of mörgum á stuttum tíma.

 

Ef færi er á að fyrirtækið bæti við öðrum miðli er Twitter mjög sterkur miðill. Hver miðill hefur sína styrkleika og veikleika og Twitter hefur haldið í sinn styrkleika í gegn um allar þær nýjungar og breytingar sem hafa orðið á samskiptamiðlum síðustu ár og situr enn sterkur á meðal stærstu miðlanna.