Hvað er athyglis hagkerfið?

Athyglis hagkerfið varð vinsælt sem hugtak árið 2001 þar sem Thomas Davenport og John Beck notuðu það til að útskýra skort á athygli og hvernig hægt er að mæla það. Árið 1971 benti Herbert A. Simon á að athygli lútar lögum hagfræðinnar og sagði um stöðuga aukningu upplýsinga  “Það sem upplýsingar eyða er frekar augljóst: Þær eyða athygli viðtakanda þess. Þar af leiðandi skapar aukning upplýsinga skort athyglis, því er þörf á að úthluta athyglinni á skilvirkan hátt meðal ofgnótt upplýsinga heimilda sem neyta hana.”
Þar sem við höfum öll 24 tíma á dag er úthlutun tímans lykillinn sem keyrir upp eða niður verðmæti á þessum upplýsingum. Úthlutun okkar á þessum 24 tímum er stjórnað beint og óbeint af markaðssetningu, hvaða upplýsingum er þröngvað á þig og hversu áhrifamikið það er.

 

Hvernig er hægt að nýta sér athyglis hagkerfið?

Kannski kannast þú við það að eitt af daglegum verkefnum dagsins var að fara yfir allan tölvupóst sem þú hafðir fengið, í dag er þetta sjaldgæft þar sem upplýsingastreymi hefur hækkað gífurlega. Hver sem er með síma eða tölvu getur skapað efni og dreift því sem þýðir að það eykst meðal annars tölvupósts dreifing.
Nú þegar við markaðsskilaboð eru að fylla innhólfið okkar skapast vítahringur sem markaðssetning fyrirtækisins fellur í.

Athyglis hagkerfið - vítahringur

Til þess að berjast við þetta þarf að byggja upp markaðsstrategíu með tilliti til þeirra gagna sem til eru eða sem eru safnaðar með markaðssetningunni.
Í fyrsta lagi er erfiðara að ná athygli en þegar henni hefur verið náð er mikilvægt að halda henni, það er gert með því að viðurkenna að athyglin sem hefur verið náð er frá manneskju eins og þú og ég viljum við verðmæti en verðmæti hvers og eins er persónubundin.
Þar sem ég er í markaðsgeiranum og við útbúum vefsíður með markaðslegum tilgangi sem stoðgrunn er ég að sjá bæði góðar sem slæmar markaðssettar auglýsingar beint að mér, þær góðu eru með gagnlegum upplýsingum sem ég neyti og í sumum tilfellum drífur mig nær kaupum, í illa markaðsettum auglýsingum hef ég verið að sjá auglýsingar sem eru stanslausar og verðlausar fyrir mér, t.d. get ég ekki horft á YouTube myndband án þess að sjá auglýsingu fyrir vefumsjónar kerfi sem uppfylla ekki þá staðla sem ég vill og því eingöngu tímaeyðsla fyrir mig að sjá þessa auglýsingu og peningaeyðsla fyrir fyrirtækið að auglýsa til mín.

 

Markaðssetning sem tekur tillit til fólks og gerir grein fyrir að við erum einstaklingar er áhrifameiri og ódýrari í flestum tilfellum og er uppbyggð svona:

Þegar auglýsing nær athygli, heldur henni, er persónuleg og talar til löngunar eða þarfa einstaklingsins færist hann/hún lengra í söluferlinu.
Það eru ekki allir neytendur í kauphug þegar þeir eru í snertingu við fyrirtækið og vöruauðkenni þess. Til þess að persónugera auglýsingar, að ná og halda athygli neytenda þarf að safna gögnum um kauphegðun markhóps fyrirtækisins.

Gagnabanki markhóps er unnin úr helstu markaðstólum sem fyrirtækið notar t.d. samskiptamiðlar, tölvupóst og ef rétt er farið að þá grípa vefsíður gögn sem hægt er að nýta til að drífa kauphegðun neytenda.

 

Sem neytendur búum við öll í athyglis hagkerfinu og erum öll að einhverju leiti þreytt á auglýsingum sem við höfum engann áhuga á, í rekstri viljum við eyða peningum í markaðssetningu á hagkvæman og áhrifaríkan hátt til þeirra sem sjá verðmæti í því sem við bjóðum upp á.