Þurfa fyrirtæki vefsíðu?
Ef fyrirtækið er ekki með vefsíðu er augljóst að það eru misst tækifæri og misstir mögulegir kúnnar, en slæm eða ílla útlítandi vefsíða er verri þar sem hún lætur fyrirtækið líta ílla út. Það að hafa slæma vefsíðu er verra en að hafa enga vefsíðu.
Mörg fyrirtæki, sérstaklega smá fyrirtæki eru rekin með áherslu á lágan rekstrarkostnað og því oft sem fyrirtækjaeigendur líta á vefsíður sem lúxushluti sem hægt er að lifa án og í staðinn eyða eingöngu peningum þar sem virkilega þörf er á.

 

Vefsíður eru nauðsynlegar í markaðssetningu
Markaðssetning í dag er á netinu og mun eingöngu aukast með tímanum. Vefsíður eru lykil atriði í nútíma markaðssetningu þar sem hún lætur sem akkeri til að tengjast mörgum öðrum markaðstólum sem notaðar eru í markaðssetningu á netinu.
Þú getur á ímyndað þér pýramída þar sem vefsíðan situr efst á toppnum og allt sem tengist markaðssetningu á netinu situr fyrir neðan, hvaða stað hefur þú fulla stjórn á því sem heimsækjandi á netinu sér, á vefsíðunni þinni. Það er ástæða þess að umferðin sem fyrirtækið safnar á netinu á öllum miðlum vilt þú á endanum fari á vefsíðuna þína.

 

Vefsíður selja dag og nótt
Þó vefsíðan sé ekki netverslun þá er vefsíðan uppi alla daga ársins hvað sem klukkan slær og þannig selur vefsíðan dag og nótt og þannig eykur vörumerkjavitund (brand awareness) sem eykur vörumerkjavirði (brand equity), sú vitund getur orsakað sölu í besta falli eða neytanda sem er skrefinu nær því að versla við þig.

 

Vefsíður tengja fyrirækið
Samskiptamiðlar eru nauðsynlegt tól í markaðsbeltið rétt eins og vefsíður en eitt markmið samskiptamiðla er að keyra umferð inn á vefsíðu fyrirtækisins, hvort sem það er á lendingasíðu með tilgang að drífa kaup eða til þess að koma neytendanum lengra í söluferlið.


Vefsíður byggja upp traust
Það að vera með fallega og góða vefsíðu vekur óhjákvæmilega upp traust og við verslum ekki við neinn sem við treystum ekki. Neytendur í dag eru virkir á netinu, window shopping er ekki eins og í gamla daga þar sem hoppað var í kringluna eða laugarveginn og farið bara til þess að skoða hvað er í boði, neytendur vita hvað þeir vilja og skoða það á netinu áður en þeir stíga fet inn í búð.

 

 

Hvaða vefumsjónarkerfi átt þú að nota?
Í dag er fjöldi möguleika vefumsjónarkerfa sem þarfnast bæði gífurlegra sérþekkinga og önnur sem þurfa eingöngu einn lausann dag. Ekkert eitt vefumsjónarkerfi er best en þau hafa öll sína styrkleika og veikleika.

Vinsælustu vefumsjónarkerfi á netinu eru:

Vinsælustu vefumsjónarkerfi

Meta þarf hvert dæmi fyrir sig hvaða vefumsjónarkerfi hentar fyrirtækinu þínu, liðinu þínu, stefnu fyrirtækis og auðvitað fjárhagsgetu.
Fjöldi þekktra fyrirtækja nota cms kerfin sem nefnd eru og hér eru nokkur dæmi um hvaða fyrirtæki nota stærstu 4 vefumsjónarkerfin:

 

 

 

 

 

 

Öll vefumsjónarkerfin hafa sína kosti og galla hvaða vefumsjónarkerfi sem þú munt nota til að byrja frá grunni eða uppfæra núverandi síðu þá er það fjárfesting sem mikilvægt er að gera vel.