Þurfa fyrirtæki vefsíðu?

Þó svo að vefsíður eru ekki brýn nauðsyn fyrir fyrirtæki, bjóða þær upp á mikið af tækifærum til uppvaxtar á netinu. Spurningin er bara hversu mikla áherslu stjórnendur telja mikilvægt að leggja í sýnileika fyrirtækisins á netinu. Eins og með allar nýjar markaðsleiðir tekur tíma fyrir upphafs fjárfestingu að borga sig en jákvæðu áhrifinn geta fundist mjög snemma.
Álag getur minnkað á starfsfólk í símtölum þar sem upplýsingarnar er hægt að finna á vefsíðunni. Vöfrun á vefsíðunni eru mögulegir kúnnar sem vilja frekar skoða úrval á vefsíðunni frekar en að hringja eða fara niður í verslun. Email eða vefspjöll auka þjónustulund á sama tíma og það minnkar álag á þjónustustarfsfólki.

Í dag komast mörg fyrirtæki vel af með því að nota eingöngu samskiptamiðla eða önnur form reksturs á netinu. Við teljum vefsíður ekki vera nauðsynlegar fyrir fyrirtæki í dag en það er ekki hægt að deila um það að frá því að Internetið byrjaði hafa vefsíður verið góð fjárfesting. Vefsíða er eitthvað sem fyrirtækið getur byggt stöðugt og er ekki háð hvaða samskipamiðill er stærstur að hverju sinni eða öðrum óþekktum þróunum.

 

Vefsíður eru mjög sterkt markaðstól

Markaðssetning á netinu er mjög sterk í dag og mun halda áfram að verða öflugri næstu árin. Það sem hefur haldið vefsíðum sem stöðugum hluta í internet markaðssetningu, jafnvel í gegnum samskiptamiðla sprenginguna sem við erum enn að fara í gegnum, er að þær eru ákveðinn miðpunktur fyrirtækisins á netinu. Þær tengjast mörgum öðrum markaðstólum og beina umferð inn á vefsíðuna, t.d:

  • Leitarvélum
  • Samskiptamiðlum
  • PPC
  • Endurmarkaðssetning (Retargeting)
  • Email markaðssetning

 

Vefsíður selja dag og nótt

Þó vefsíðan sé ekki netverslun þá er vefsíðan uppi alla daga ársins hvað sem klukkan slær og þannig selur vefsíðan dag og nótt. Það eykur eykur vörumerkjavitund og vörumerkjavirði, sú netheimsókn getur orsakað sölu eða einstakling sem er skrefinu nær því að versla við þig.

 

Vefsíður tengja fyrirækið

Samskiptamiðlar eru frábært tól í markaðsbeltið rétt eins og vefsíður. Eitt markmið samskiptamiðla er að keyra umferð inn á vefsíðu fyrirtækisins, hvort sem það er á lendingasíðu með tilgang að drífa kaup eða til þess að koma neytendanum lengra í söluferlið.

 

Vefsíður byggja traust

Það að vera með fallega og góða vefsíðu vekur óhjákvæmilega upp traust. Við verslum við fyrirtæki sem við þekkjum og treystum. ‘Window shopping’ er ekki eins og það var. í dag skoða flestir gluggana á vafranum á tölvuskjánum í stað þess að rölta niður Laugaveginn og skoða vörurnar í gluggum verslananna. Auðvitað fer fólk enn í verslunarferðir á Laugaveginn eða í Kringluna, en neytendur í dag eru meðvitaðri um hvað þeir vilja og hvað er í boði.

 

Hvaða vefumsjónarkerfi átt þú að nota?

Í dag er fjöldi möguleika vefumsjónarkerfa sem þarfnast bæði gífurlegra sérþekkinga og önnur sem þurfa eingöngu einn lausan dag. Ekkert eitt vefumsjónarkerfi er best en þau hafa öll sína styrkleika og veikleika.

Vinsælustu vefumsjónarkerfi eru:

  1. WordPress
  2. Joomla
  3. Shopify
  4. Drupal
  5. Squarespace

Við höfum mikla trú á ‘open source’ kerfum, þess vegna notum við WordPress sem er með stærsta notendafjöldann og því mjög sterkan drifkraft í öra og öfluga þróun á nýjungum.
Joomla og Drupal eru líka ‘open source’, gott er að meta möguleikana og skoða hvaða vefumsjónarkerfi hentar fyrirtækinu þínu, liðinu þínu, stefnu fyrirtækis og auðvitað fjárhagsgetu.

 

Sama hvaða vefumsjónarkerfi sem hentar þér og/eða þínum rekstri best, þá er vel uppsett vefsíða mikilvæg fjárfesting sem vert er að gera vel.