Facebook hefur í dag gríðarstórann gagnabanka af upplýsingum frá notendum sínum og það er sérstaklega hentugt fyrir markaðsfræðinga. Inni í Facebook insights er hægt að skoða yfirlit helstu upplýsinga.

 

Hvaða gögn ættir þú að skoða í Facebook insights

 

  • Fylgjenda fjöldi
  • Tími dags
  • Kynja og aldurshlutfall
  • Reach
  • Þáttaka, komment og smellir á póst
  • Birtingar (Impressions)
  • Deilingar

 

Fylgjenda fjöldi er mat á því hversu margir hafa sýnt fyrirtækinu þínu áhuga og er því mælikvarði sem vert er að fylgjast með. Á Facebook hefur mikilvægi fjölda fylgjenda farið dvínandi, megin ástæða þess er að fyrirtæki voru að kaupa læk, fólk eyðir minni tíma í að líka við síður, Facebook leikir hafa drifið notendur á til að líka við síður sem sem þeir vilja ekki sjá á tímalínu sinni eftir leikinn o.s.f. Þegar fylgjendafjöldi er byggður upp lífrænt (án auglýsinga) verður fjöldi fylgjenda mikilvægari, raunin er hinsvegar sú að flest fyrirtæki borga að sjálfsögðu undir (boosta) birtingar sínar, farið í like herferðir og minnka þar af leiðandi við lífræna fylgjendahópinn sem annars hefði orðið, til að verjast gegn þessu er best að fylgjast með fleiri mælikvörðum hliðsjónar fylgjenda fjölda.

 

Tími dags segir til um hvenær þínir fylgjendur eru virkir, ef fylgjendahópurinn er rétt upp byggður þá er tími dags mjög gott viðmið um hvaða tíma dags þú átt að setja upp stöðu uppfærslu.

 

Kynja og aldurshlutfall er nauðsynlegt svo hægt sé að útbúa markaðsáætlun sérsniðna að fylgjendahóp fyrirtækisins. Aldur fylgjenda fyrirtækis getur verið mjög breytilegur eftir því hvaða miðill er skoðaður hverju sinni. Í sumum tilfellum eru fyrirtæki margþætt en útbúa Facebook fyrirtækjasíðu fyrir fyrirtækið í heild, oftar en ekki er þetta rangt, rétt eins og það eru deildir í búðum fyrir mismunandi markhópa, er mikilvægt að vera með deildaskipti á netinu, hvort sem það sé vefsíðan eða samskiptamiðlar þarf að hnitmiða efnið á hvern markhóp fyrir sig.

 

Reach eru einstakir notendur sem náð var til og því mikilvægt að skoða, reach getur orðið hærra en fylgjendur þar sem þessi mælikvarði er raunmælikvarði á hversu langt póstur nær, þessi mælikvarði er mikilvægari en fylgjendafjöldi þar sem hann segir til um hversu margir hafa áhuga á því sem póstað er. Þátttaka, komment og smellt á póst er allt tengt reach og er ítarlegri mælikvarði fyrir áhuga á því sem póstað er, hægt er að hafa áhrif á hverjan mælikvarða fyrir sig en þumalputta reglan er að hafa efnið sem póstað er viðeigandi markhóps, skemmtilegt og/eða áhugavert.

 

Birtingar (Impressions) hversu oft pósturinn/auglýsingin var séður, skiptir miklu máli til að drífa kauphegðun, 7x reglan spilar hér inn þar sem kaupandi þarf að sjá auglýsingu oft (frá 6 til 20 sinnum) og ástæðan er á einfaldan máta útskýrt með athyglis hagkerfinu.
Með nútíma markaðssetningu er hægt að hnitmiða efninu beint á rétta aðila og þannig hámarka breidd dreifingar fyrir minni pening. Með því að fylgjast vel með öllu sem gerist inná þínum samfélagsmiðli getur fyrirtækið unnið markvíst að því að hámarka virkni hverrar birtingu og náð þannig til fleiri aðila fyrir minni kostnað.

 

Deilingar sýna óumdeilanlegt verðmæti, fjöldi deilinga sýna að pósturinn var viðeigandi, skemmtilegur/áhugaverður og þú færð dreifingu á efninu þínu til mun fleiri einstaklinga “ókeypis”, þú færð mikilvæg gögn um hvaða manneskjur innan markhóps þíns fyrirtækis eru að tala um fyrirækið. Einnig er enn betur tekið í efni sem kemur frá vinum og kunningjum svo pósturinn kemur enn sterkari til skila ef hann kemur frá kúnna.

 

Facebook þrífst á virkni notenda eins og mér og þér, það er því ekki hægt að undirstrika það nógu oft að hverju þú póstar á Facebook síðu þinni spilar inn í hvernig algoriþminn flokkar þína síðu og uppfærslur. Stöðu uppfærslur þurfa að vera settar inn samhliða gagnagreiningu í það minnsta þessa atriða sem nefnd eru hér að ofan því slæmar uppfærslur draga niður helstu þætti uppfærslna í framhaldi sem kostar fyrirtækið mikilvægt verðmæti, meðal annars í formi vörumerkjavitundar.