Borða blinda “Banner blindness” er meðvituð eða ómeðvituð hunsun á internet auglýsingum.
Ofan á það hefur auglýsingablokkun eins og “Adblock” aukist í notkun þar sem notkun. Hversu margir nota auglýsingablokkun – “við vitum að talan er gríðarleg, en við vitum ekki hversu stór”. Auglýsingablokkun er talin hafa kostað auglýsingabransann 22. milljarða dollara árið 2015.

 

En af hverju skiptir þetta máli?
Internet notendur eru þreyttir á uppáþrengjandi auglýsingum og eru farnir að hunsa auglýsingar meðvitað, þeir hunsa jafnvel efni sem eru ekki auglýsingar en líkjast eingöngu auglýsingu. Aðrir ákveða að hunsa alfarið efni á hægri helming vefsíðna þar sem mjög algengt er að auglýsingar birtast.
Þú manst kannski eftir því að borgaðar auglýsingar á Google birtust á hægri helming leitarniðurstaða en í dag birtast borgaðar auglýsingar efst á lista leitarniðurstaða. Ástæða þess er einfaldlega að smellir á þá hlekki fóru dvínandi þar sem fólk fór að átta sig á að hlekkirnir á hægri hönd voru auglýsingar og oft ekki það sem þau voru að leita af.
Um 33% internet notenda þola ekki vefauglýsingar
og 50% snjallsímanotenda ýta óvart á auglýsingu í símanum.

 

Hvernig er hægt að ná til þeirra sem nota auglýsingablokkun eða hunsa vefauglýsingar?

Veltu fyrir þér hvað þú ert að gefa í staðinn fyrir athygli notendanna, notendur í dag vilja efni í formi skemmtunar. Er auglýsingin þín fyndin, öðruvísi eða veitir hún gagnlegar upplýsingar? Finndu út hvað er metið verðmætt hjá þínum markhóp.

Ein leið til þess að gera auglýsingar á vefsíðu þinni áhrifameiri getur verið að takmarka aðgengi að efni á meðan notandi er með auglýsingablokkara virkan. Á sama tíma og við tökum ráðstafanir eins og að takmarka efni er mikilvægt að hámarka á sama tíma upplifun notandans á vefsíðunni. Neytendur upplifa takmörkun efnis á enn neikvæðari hátt en auglýsingar sem hristast og blikka.
Það er fín lína að veita neytandanum nægilega mikið af verðmætu efni svo notandinn upplifi auglýsingar sem nauðsynlegan part af rekstri fyrirtækisins og þjónustunni sem það veitir.