Borða blinda “Banner blindness” er meðvituð eða ómeðvituð hunsun á internet auglýsingum. Ofan á það hefur auglýsingablokkun eins og “Adblock” aukist í notkun þar sem notkun árið 2015 eru 198 miljjón notendur. Auglýsingablokkun er talin hafa kostað auglýsingabransann 22. milljarða dollara (2.3 trilljónir íslenskra króna) árið 2015.
Internet notendur eru þreyttir á uppáþrengjandi auglýsingum og eru farnir að hunsa auglýsingar meðvitað, þeir hunsa janfnvel efni sem eru ekki auglýsingar en líkjast eingöngu auglýsingu, aðrir ákveða að hunsa alfarið efni á hægri helming vefsíðna þar sem mjög algengt er að auglýsingar birtast. Þú manst kannski eftir því að borgaðar auglýsingar á Google birtust á hægri helming leitarniðurstaða en í dag birtast borgaðar auglýsingar efst á lista leitarniðurstaða. Ástæða þess var einföld, smellir á þá linka fóru dvínandi þar sem fólk fór að átta sig á að linkarnir á hægri hönd voru auglýsingar. Um 33% internet notenda þola ekki vefauglýsingar og 50% sjallsíma notenda ýta óvart á auglýsingu í símanum.

 

Hvernig er hægt að ná til þeirra sem nota auglýsingablokkun eða hunsa vefauglýsingar?

Veltu fyrir þér hvað þú ert að gefa í staðinn fyrir athygli notendanna, notendur í dag vilja efni í formi skemmtunar eða upplýsinga. Er auglýsingin þín fyndin, öðruvísi eða veitir hún gagnlegra upplýsinga? Finndu út hvað er metið verðmætt hjá þínum markhóp.

Ef þú vilt bæta virkni auglýsinga á vefsíðu þinni er möguleiki að takmarka aðgengi að efni nema að aftengt sé auglýsingablokker vafrans en mikilvægt er að auglýsingar eru ekki að hindra upplifun neytandans á vefsíðunni t.d. með því að blokka eða trufla neyslu efnis á vefsíðunni. Neytendur þola minnst auglýsingar sem blokka efni, auglýsingar sem blokka efni eru meira óþolandi en auglýsingar sem hristast og blikka.