Hvernig á að byggja upp fylgjenda hóp? Mestu máli skiptir að byggja upp fylgjendahóp sem tekur þátt, er virkur, vill sjá og hlusta á það sem þú setur inn, þetta á við um alla samskiptamiðla. Ef fyrirtækið hefur verið starfandi í langan tíma er líklegast nú þegar fjöldi fylgjenda þó þeir hafi ekki enn sýnt sig eða fylgt á þeim miðli sem sett hefur verið upp, við munum einblína á Facebook en helstu atriði um fylgjenda aukningu á við um alla miðla.   Byrjunar punktar til að byggja upp fylgjendur  

 • Senda á núverandi email lista
 • Senda á núverandi vini þína á Facebook
 • Útbúa bæklinga, nafnspjöld og efni með slóð á Facebook síðu
 • Útbúa kynningarleik

  Ef fyrirtækið hefur verið starfandi í dágóðann tíma hefur þú líklegast verið að safna emailum frá kúnnum í gegn um tíðina, sá hópur er markhópurinn sem þú vilt fá sem fylgjendur, hafa sýnt tryggð og kaup. Núverandi vinir þínir á Facebook er víðari markhópur því er gott að undirstrika á meðan ýtt er undir að fá fylgjendur að þú ert eingöngu að ýta undir like hjá þeim sem hafa áhuga á fyrirtækinu og starfsemi þess. Bæklingar, nafnspjöld og efni sem annað hvort er í stanslausri endurnýjun eða með þeim tilgangi að auka athygli er gott að hafa með í hönnuninni þá samskiptamiðla sem eru í notkun. Kynningaleikur er frábær leið til að vekja athygli á nýjungum hvort sem það er ný þjónusta, vara eða samskiptamiðill, dregið á að vera úr kynningaleik á þeim samskiptamiðli sem verið er að kynna og dæmi um eiginleika kynningaleiks eru:

 1. Afsláttur
 2. Frí prufa
 3. Tilboð
 • Útvarpsauglýsing
 • Sjónvarpsauglýsing
 • Blaðauglýsing
 • Video auglýsing (svo sem Youtube)

  Þegar grunnurinn er lagður er restin einföld en krefst þrautseigju, lykillinn að halda athygli og byggja upp fylgjendur er efni fyrir þinn markhóp sem er í stuttu máli, viðeigandi, skemmtilegt og/eða upplýsandi efni. Það eru fjölda mörg atriði sem hafa þarf í huga til að hámarka árangur uppfærslunnar og ýta þannig enn frekar undir nýja fylgjendur.   Talaðu við litla manninn Líkaðu við og svaraðu ummælum þeirra sem taka sér tíma til að skrifa ummæli á póstinn þinn. Hver sem er, hvort sem hann sé eigandi fyrirtækja keðju, lögmaður, læknir eða annað erum við öll jöfn þegar kemur að þjónustu og þjónustulund, allir kunna að meta góða þjónustu, þegar við skrifum skilaboð eða ummæli á fyrirtækjasíðu ætlumst við til góðra þjónustulundar.   Notaðu myndir Hvort sem lífrænar birtingar eru á niðurleið eða ekki segja myndir enn 1000 orð, myndir auka ótvírætt við fjölda birtinga. Þó það sé endurtekið er mikilvægt að segja það aftur, myndin, rétt eins og textinn á að vera viðeigandi, skemmtileg og/eða upplýsandi. Í sumum tilfellum er jafnvel betra að hafa allar upplýsingar og efni í myndrænu formi.   Forðastu endurtekningar og spam Endurteknir póstar kosta birtingarfjölda sem er lykillinn að fleiri fylgjendum, þú vilt að birtingarfjöldinn sé hár svo fleiri sjái uppfærsluna og hafi möguleika á að fylgja þér. Við lok 2016 var ný uppfærsla innvinkluð á Facebook þar sem klikkbeitur og aðrar harðar tegundir af Call to action (CTA) voru hnitmiðaðar til takmörkunar. Ef notendur Facebook hafa sýnt í hegðunarminnstri áhugaleysi á svona uppfærslum má gera ráð fyrir það nokkuð örugglega að fólk á öðrum samskiptamiðlum vill ekki sjá það heldur.   Póstaðu á réttum tíma Góð þumalputta regla er að pósta frá 13:00-16:00 en þinn markhópur getur verið virkur á mismunandi tímum en annar. Á Facebook getur þú séð hvenær þínir fylgjendur eru virkir en það er ekki hægt á öllum miðlum, þar gætir þú þurf að A-B prófa uppfærslurnar til að finna út hvenær þinn markhópur er virkur.   Segðu frá tímamótum – sérstökum tilefnum Hvort sem það sé afmæli fyrirtækisins, starfsmanns fyrirtækisins, atburðum eins og hátíðum o.s.f. Samskiptamiðlar eru til að tengjast og það þýðir einnig að samgleðjast, Facebook hefur sett inn í algoriþmann að ef orðið “til hamingju” kemur fram, fær sá póstur meiri athygli. Það er engin ein galdralausn til að ná fleiri fylgjendum, hver og einn miðill, rekstur og markhópur er breytilegur, sumir mánuðir eru stærri en aðrir, ein markaðsleiðin virkar þetta tímabil en ekki annað, sífelt þarf að breyta um taktík en grunninn þarf að viðhalda sem er: viðeigandi, skemmtilegt og fræðandi efni á miðli sem er alltaf virkur og þjónustulund er í fyrsta sæti.