Hvað er vörumerkjavitund?

Hversu margir og hversu vel neytendur eru meðvitaðir um þitt fyrirtæki, þjónustu eða vöru. Vörumerkjavitund skiptir gífurlega miklu máli því ef þú veist ekki af fyrirtækinu verslar þú ekki við það. Því betur sem þú þekkir fyrirtækið þeim mun líklegra er að þú verslir við það, þar liggur mikilvægi vörumerkjavitundar.

En er markmiðið að allir viti af fyrirtækinu? Já og nei, þó allir viti af fyrirtækinu versla ekki allir við þig, þar liggur ástæðan fyrir því að markaðssetja til allra (einnig utan markhóps) er óhagkvæmt. Best nýtta markaðsfjármagnið nær eingöngu til þeirra sem eru tilbúnir að kaupa, næst til þeirra sem eru líklegir osfrv. Hér að neðan er brotið niður af hverju – ef þú vilt getur þú sleppt því og farið neðar til að lesa um hvernig þú getur bætt vörumerkjavitund.

 

Hvernig getur þú bætt vörumerkjavitund?

Upplýstu
Hverjar eru helstu spurningar sem kúnnarnir þínir spyrja? Hver eru helstu vandamál þinna kúnna?

Með því að vera uppspretta upplýsinga og lausna fyrir þína kúnna sýnir þú sérþekkingu á þínu sviði sem bætir vörumerkjavitund, orð af munni og vörumerkjaminni.

Í hvert skipti sem kúnni spyr spurninga er það tækifæri á að upplýsa og það eru fleiri innan þíns markhóps sem eru að velta þessu fyrir sér. Notaðu tækifærið og upplýstu þinn markhóp á helstu miðlum fyrirtækisins.

 

Skemmtu þeim
Athygli í dag er verðmæt og fólk vill láta skemmta sér til þess að halda athygli þess. Við þekkjum öll að minnsta kosti eina auglýsingu sem lét okkur hlæja eða var skemmtileg á einhvern hátt. Við áttuðum okkur jafnvel ekki á því að þetta var auglýsing eða hvað var verið að auglýsa fyrr en í lokin. Hvort sem það sé vídeó, internet borðar, auglýsing í blaðið eða annað þá mun skemmtilegt efni vera öflugt til að drífa upp vörumerkjavitund.

 

Þjónustulund
Á upplýsingaöldinni sem við lifum í eru ráð um hvað neytandinn sækist eftir í þjónustu. Til þess að hámarka þjónustu fyrirtæki þíns sérstaklega þá þarf að hafa opið fyrir allt streymi gagnrýnis svo hægt sé að byggja og bæta þjónustu fyrirtækisins. Opnaðu fyrir Facebook umsagnir, skráðu öll gagnrýni sem koma í gegn um email og upplýstu liðið þitt um það sem þarf að bæta. Við mælum líka með að fara á síðu samkeppnisaðilans, þar getur þú séð hvaða gagnrýni þeir hafa fengið og bætt þína þjónustu til þess að vera skrefinu á undan.

 

Samstarf
Frábær leið til þess að auka vörumerkjavitund er að vera í samstarfi við önnur fyrirtæki/áhrifavalda sem auglýsa fyrir þig á einn eða annann hátt og þú gerir slíkt hið sama.
Tökum dæmi þar sem ég rek líkamsræktarstöð. Markhópurinn minn er mjög meðvitaður um heilsu og að lifa heilbrigðum lífstíl. Ég gæti unnið með veitingarstað sem deilir þessum gildum.
Hvaða fyrirtæki/áhrifavald getur þú unnið með til að auka vörumerkjavitund ykkar beggja? 

Á bak við tjöldin
Eitt af því skemmtilega við auglýsingar sérstaklega á samskiptamiðlum er tækifærið til þess að sýna þá starfsemi fyrirtækisins sem neytendur sjá almennt ekki. Mörg fyrirtæki erlendis hafa byggt alla sína samskiptamiðla viðveru í kring um starfsemi þess á bak við tjöldin, þessi vörumörkun persónugerir fyrirtækið og styrkir vörumerkjavitund gífurlega.

Vörumerkjavitund er gífurlega mikilvæg og hefur áhrif á marga þætti beint og óbeint. Söluferlið byrjar á því að kúnninn veit af fyrirtækinu svo gerðu allt sem þú getur til þess að auka þessa vitund!