Við viljum virka fylgjendur.
Ef við setjum okkur í spor neytandans þá eru áhrifavaldar sem við fylgjumst með, við fylgjumst með af því efni þeirra er grípandi, áhugavert eða skemmtilegt. Þesskonar efni er eina efnið sem þú getur myndað þér skoðun á, og ef þú ert með skoðun þá getur þú talað um það, það er virkur fylgjandi.

Hvernig byggjum við virka fylgjendur?
Það snýst allt um efnið sem þú birtir, ef þú birtir efni sem hefur hlutlausa afstöðu er engin leið að hefja virka umræðu
, jákvæða né neikvæða. Það að vera opin(n) fyrir gagnrýni er þess vegna eitt stærsta skrefið til þess að útbúa efni sem er áhugavert/skemmtilegt. Svo hvernig byggjum við virka fylgjendur? Það byrjar á því að fyrirtækið taki afstöðu, að birta þessa afstöðu laðar að fylgjendur sem hafa sömu afstöðu og oftar en ekki háværan minnihluta sem er á móti.

Ef fyrirtækið hefur verið starfandi í langan tíma er líklegast nú þegar fjöldi fylgjenda þó þeir hafi ekki enn sýnt sig eða fylgt á þeim miðli sem sett hefur verið upp, við munum einblína á Facebook en helstu atriði um fylgjenda aukningu á við um alla miðla.
Byrjunar punktar til að byggja upp fylgjendur

  • Birta reglulega
  • Birta áhugavert/skemmtilegt efni
  • Vera virk(ur) á miðlinum
  • Auglýsa, auglýsa, auglýsa

All you need is love
Þegar grunnurinn er lagður er restin einföld en krefst þrautseigju það er lykillinn að viðhalda athyglinni á meðan við byggjum upp stærri fylgjendahóp.

Það er ekkert gaman að vera hunsaður svo þegar einhver tekur tíma úr sínum degi til að skrifa komment á uppfærsluna hjá þér, líkaðu við og svaraðu þeim ef það á við. Sama hver það er erum við öll jöfn þegar kemur að þjónustu og þjónustulund, allir kunna að meta góða þjónustu, hvort sem ummælin eru neikvæð eða jákvæð vitum við að ef við svörum með tillitsemi og umhyggju getur það ekki klikkað.

Notaðu myndir/vídeó
Myndir segja enn 1000 orð, myndir auka ótvírætt við fjölda birtinga. Þó það sé endurtekið er mikilvægt að segja það aftur, myndin, rétt eins og textinn á að vera viðeigandi, skemmtileg og/eða upplýsandi. Í sumum tilfellum er jafnvel betra að hafa allar upplýsingar og efni í myndrænu formi, enn betra er að hafa vídeó ef það eru tök á því.

Notaðu gögnin
Ég segji stundum „Fólk er bara fólk, sama hvar það er“, ef þú ert á Facebook og sérð óáhugaverða uppfærslu á Facebook viltu ekkert frekar sjá hana þegar þú ert á Instagram. Ef notendur á Facebook hafa sýnt í hegðunarminnstri áhugaleysi á einhverri týpu af uppfærslum má gera ráð fyrir það nokkuð örugglega að fólk á öðrum samskiptamiðlum vill ekki sjá það heldur.

Póstaðu á réttum tíma
Um að gera er að nota gögnin sem eru í boði í Facebook insights til að finna hvaða tími er að henta best fyrir þinn markhóp.
Það eru mikið af gögnum á netinu um besta tímann til þess að birta en við teljum einfaldlega best að viðhalda reglulegum uppfærslum, helst á svipuðum tíma og dögum í hverri viku. Flestir þekkja að bíða eftir uppáhalds þættinum sínum sem byrjar alltaf á föstudögum klukkan X, ef þátturinn væri að birtast á óreglulegum tímum myndum við mögulega detta út sem áhorfandi. Það þekkja líka margir þegar næsta sería er væntanleg „einhverntímann á næsta ári“, og á næsta ári erum við dottin inn í aðra þætti og gleymum þessum frábæru þáttum sem við horfðum á, bara vegna þess að það var óljós og löng bið á milli birtinga.
Það er auðvelt að að týna sér en ef þú vilt skoða hvað leiðandi fyrirtæki hafa að segja um það hvenær best er að birta, en hér tvær greinar sem þú getur skoðað:
SproutSocial – Best way to post on social media for 2019
CoSchedule – Best way to post on social media in 2019 according to 25 studies

Segðu frá tímamótum – sérstökum tilefnum
Hvort sem það sé afmæli fyrirtækisins, starfsmanns fyrirtækisins, atburðum eins og hátíðum o.s.f. Samskiptamiðlar eru til að tengjast og það þýðir einnig að samgleðjast, það vill svo til að  Facebook hefur sett inn í algoriþmann að ef orðið “til hamingju” kemur fram, fær sá póstur meiri athygli.

Það er engin ein galdralausn til að ná fleiri fylgjendum, hver og einn miðill, rekstur og markhópur er breytilegur.
Sumir mánuðir eru stærri en aðrir, ein markaðsleiðin virkar þetta tímabil en ekki annað, sífelt þarf að breyta um taktík en
grunninn þarf að viðhalda sem er: viðeigandi, skemmtilegt og fræðandi efni á miðli sem er alltaf virkur og þjónusta/þjónustulund er í fyrsta sæti.

[wpforms id="2704"]