1. Eykur vörumerkjavitund

Eitt öflugasta verkfæri samskiptamiðla er eiginleiki þeirra til að skapa vitund á vöru / þjónustu fyrirtækisins til núverandi og tilvonandi viðskiptavina. Fyrirtæki geta skapað efni sem undirstrikar þá hluta rekstursins sem það vill að neytandinn sjái og styrkt þannig ímynd fyrirtækisins.

 

2. Sköpun samfélags

Með því að skapa stað fyrir markhópinn sem eru í sama hug skapast samfélag og mögulegar samræður, sambönd og lausnir innan hópsins.
Við höfum séð þetta gerast í allskyns hópum á Facebook, þar sem hópar eru tileinkaðir bílaáhugamönnum, tölvuáhugamönnum, fótboltaáhugamönnum svo eitthvað sé nefnt. Með því að skapa stað fyrir þennan hóp er ómetanlegt verðmæti við að vita hvaða vandamál hópurinn er að kljást við og taka þátt í samtalinu og lausninni.

 

3. Eykur tryggð

Fyrir tíma internetsins og samskiptamiðla var kaupmaðurinn á horninu með fastakúnna sem hann þekkti með nafni og heilsaði með stóru brosi í hvert skipti sem þeir komu inn. Þessir kúnnar urðu oft lífstíðar kúnnar. Í dag er slík tryggð erfiðari að fá með aukinni vöruvitund, verðvitund og samkeppni en samskiptamiðlar skapa þann möguleika að hafa samskipti við margfalt fleiri viðskiptavini en kaupmaðurinn og ef gert vel getur skapað tryggð hjá fleirum áður var hægt.

 

4. Persónugerir fyrirtækið

Manneskjan við þjónustuborðið, sölumennirnir og aðrir sem hafa bein samskipti við kúnnann persónugera fyrirtækið. Samskiptamiðlar persónugera fyrirtækið og skapar tilfinningu í fólki að það er einhver þarna sem er til taks. Samskiptamiðlar er staðurinn til að sýna líflegu hlið fyrirtækisins, þann part sem fólk getur tengst og treyst.

 

5. Aukin þjónusta

Þú ert til taks þar sem kúnninn er, fólk eyðir sínum tíma (u.þ.b. 2 klukkustundum á samskiptamiðlum á dag). Mikilvægt er að vera til staðar á þeim miðli sem þinn kúnnahópurinn eyðir sínum tíma, er það ekki líka ástæðan fyrir því að þú velur að auglýsa í einu blaði en ekki öðru? Mismunandi er eftir aldurshópum hvar þeir eyða mest af sínum tíma, því er mikilvægt að greina markhópinn á öllum stöðum rekstursins með prófunum og gagnagreiningum.