Bílsamiðurinn var að byrja markaðssetningu á netinu og vantaði upplýsingar hvar væri best að byrja. Einnig vildu þau auka sölu á Recaro barnabílstólum. Við byrjuðum á að greina markhóp Bílasmiðsins og komumst að þeirri niðurstöðu að kjörhópur almennra vöruflokka Bílasmiðsins og Recaro barnabílstóla var ekki sá sami. Við útbjuggum Facebook og Instagram síður sérstaklega fyrir Recaro barnabílstóla til að hafa markhópana aðskilda til að getað hnitmiðað auglýsingarnar betur.

Fyrsta verk var að hefja stöðuga viðveru og auka lífræna birtingu á samkiptamiðlum. Með stöðugum uppfærslum auk sterkari hnitmiðun fór sala að aukast og einnig byrjuðu pantanir að berast í gegnum Facebook skilaboð. Mikið af pöntunum, hóppöntunum og fyrirspurnum berast í gegnum samskiptamiðlana hjá Bílasmiðinum og Recaro þar sem þetta er þægileg og einföld leið til að nálgast og eiga í samskiptum við fyrirtækið.