Castello pizzeria voru að leitast eftir að auka fylgjendur á Facebook síðu sinni. Það fyrsta sem við gerðum var að bæta virkni á bæði Facebook og Instagram síðum þeirra.

Í dag hafa aukin Facebook like gert Castello kleift að ná til fleiri einstaklinga með auglýsingum sínum. Fylgjendur á Facebook geta líka verið nýttir í nákvæmari hnitmiðun auglýsinga.

Til þess að ná þessum niðurstöðum skipta fjölbreyttar myndir miklu máli þegar kemur að stöðuuppfærslum. Ljósmyndari hefur mætt reglulega til að mynda mat, stafsfólk og fanga stemninguna á veitingastaðnum.

Með stöðugri virkni og hnitmiðuðun auglýsinga hefur Castello komist úr tæplega 2.000 fylgjendum í yfir 5000 í dag.