Byggingafyrirtækið Skelin ehf vildi koma fram hærra í leitarniðurstöðum þar sem þeir voru hvergi að koma upp á leitarvélum. Vildu þeir bæta leitarniðurstöður á orðum eins og ‘svalaskjól’ og ‘svalalokun’. Við byrjuðum á að greina samkeppnisaðila og stöðu Skelin ehf á leitarvélum og hófst leitarvélabestun í framhaldi. Innan tveggja mánaða var www.skelinehf.is komin á fyrstu síðu á Google og öðrum leitarvélum fyrir orðin ‘svalaskjól’ og ‘svalalokun’ og önnur tengd orð eru einnig að birtast mun hærra en áður.